Franska ungstirnið Mathys Tel er heldur betur að sanna sig með þýska stórliðinu Bayern München og það þrátt fyrir fá tækifæri í byrjunarliðinu.
Tel var keyptur til Bayern frá Rennes á síðasta ári og skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili með þýska liðinu.
Hann er ekki enn búinn að festa byrjunarliðssæti, en það fer að koma að því. Nánast í hvert einasta skipti sem hann kemur af bekknum tekst honum að skora.
Tel er með sex mörk í tíu leikjum á tímabilinu og skorar á 49 mínútna fresti, en enginn leikmaður í fimm stærstu deildum Evrópu er með betri tölfræði en hann.
Frakkinn á bjarta framtíð fyrir sér og raðar einnig inn mörkunum með landsliði en hann er með 17 mörk í 27 leikjum fyrir unglingalandslið Frakklands.
49 - Mathys Tel has averaged a goal every 49 minutes for Bayern Munich this season; the best ratio of any player across all competitions for a team in Europe's big five leagues (min. 250 minutes played). Diamond. pic.twitter.com/Rrchg9HjKI
— OptaFranz (@OptaFranz) October 3, 2023
Athugasemdir