Jude Bellingham var stjarna sýningarinnar þegar Real Madrid vann Napoli 3-2 í stórkostlegum Meistaradeildarleik í gær. Bellingham skoraði gull af marki ásamt því að eiga stoðsendingu.
Þessum tvítuga Englendingi er lofað í hástert í fjölmiðlum um allan heim en hann hefur farið með himinskautum síðan hann kom til Real Madrid frá Borussia Dortmund. Níu leikir, átta mörk.
Þessum tvítuga Englendingi er lofað í hástert í fjölmiðlum um allan heim en hann hefur farið með himinskautum síðan hann kom til Real Madrid frá Borussia Dortmund. Níu leikir, átta mörk.
„Smá af Di Stefano, smá af Zidane“ og „Var eins og Maradona“ er meðal fyrirsagna í spænskum fjölmiðlum. Nafn Bellingham er nefnt í sömu andrá og nokkrar af mestu goðsögnum í sögu leiksins.
„Ég hef trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég verð að þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum," segir Bellingham. Hann er þó ekki sammála því að markinu sem hann skoraði sé líkt við frægt mark Maradona.
„Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. En miðað við það sem ég hef séð á Youtube og í heimildarþáttum voru gæðin í hans marki töluvert meiri, eða miklu meiri. Ég er bara að reyna að skila því sem ég get á minn hátt."
Bellingham er algjör lykilmaður hjá Real Madrid og enska landsliðinu og spænski sparkspekingurinn Guillem Balague telur að hann sé besti leikmaður heims í dag.
04.10.2023 11:00
Sendi Bellingham skilaboð á nánast hverjum einasta degi
Athugasemdir