Elvar Máni Guðmundsson, leikmaður 2. flokks Stjörnunnar, hefur verið boðaður á reynslu hjá sænska félaginu Öster á næstu dögum.
Hann mun þar æfa með U19 liði félagsins í nokkra daga og skoða aðstæður hjá félaginu.
Hann mun þar æfa með U19 liði félagsins í nokkra daga og skoða aðstæður hjá félaginu.
Elvar er 17 ára og gekk í raðir Stjörnunnar frá KA fyrir þetta tímabil. Hann hefur átt mjög gott tímabil með 2. flokki, hefur skorað átta mörk í sumar og einnig lagt upp talsvert af mörkum í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.
Elvar er sóknarmaður sem hefur áður æft hjá erlendum félögum. Hann fór árið 2019 til Midtjylland og í fyrra æfði hann með Djurgården.
Hann á að baki sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Árið 2021 lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn á sem varamaður í liði KA gegn Leikni.
Athugasemdir