Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 04. október 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
James fær leikbann og sekt fyrir að rífa kjaft við dómarann
Reece James fyrirliði Chelsea hefur verið dæmdur í eins leiks bann og fengið 90 þúsund punda sekt fyrir hegðun sína í göngunum eftir tapleik gegn Aston Villa í september.

Hann játaði sök um hafa verið með móðgandi orðbragð og hegðun í garð dómara leiksins, Jarred Gillett.

Enski landsliðsmaðurinn spilaði sjálfur ekki í leiknum vegna meiðsla.

James meiddist aftan í læri á æfingu í síðasta mánuði og hefur verið í meiðslaveseni í upphafi þessa tímabils.

Chelsea missti mann af velli gegn Villa þann 24. september en Gillett gaf Malo Gustorautt fyrir háskaleik á 58. mínútu eftur VAR skoðun.

Chelsea er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn Mauricio Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner