Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   fös 04. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Kvenaboltinn
Elísa með börnunum sínum.
Elísa með börnunum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa er fyrirliði Vals.
Elísa er fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Við höfum verið að byggja þetta upp í sumar og maður æfir allan veturinn til að fá að takast á við svona stórar og flottar áskoranir," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Valsliðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og stefnir á að gera það fjórða árið í röð.

„Mér finnst þetta svo geggjuð áskorun fyrir okkur í Val. Við höfum svona verið búnar að tryggja okkur titilinn á þessum tímapunkti. Til þess að liðið geti þróast enn frekar og allir orðið sterkari einstaklingar og leikmenn, þá er ótrúlega gott að fá að prófa að takast á við þessa áskorun. Þetta er gott fyrir okkur og ég hlakka til laugardagsins, að fá að vera partur af því að hjálpa Valsliðinu yfir línuna."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Auðvitað finnur maður fyrir aukinni spennu en við náum samt að halda henni í skefjum. Við stillum þessu upp eins og venjulegum leik, sem þetta er í grunninn. Við hlökkum til að halda vel í spennuna og fá að losa um hana á laugardaginn."

Þetta eru tvö langbestu lið landsins að mæta. „Þetta eru alltaf hörkuleikir og oft lítið sem sker úr um hvaða lið vinnur þessa leiki. Það er geggjað að fá að mæta þeim sem eru samhliða okkur besta lið landsins. Þetta er draumaleikurinn."

„Þessi lið eru góð, með flotta hópa og flotta þjálfara. Við þekkjum hvert annað algjörlega út og inn. Ég veit ekki hversu mikið þarf að fara í taktík fyrir þessa leiki. Maður þekkir þær eins og handabakið á sér. Það eru kannski einstaklingsgæðin eða orkustig liðanna sem skilja á milli."

Eigum við ekki að reyna að slá það?
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Var ekki Helena (Ólafsdóttir) að tala um að 1200 væri metið? Eigum við ekki að reyna að slá það?"

Væri ekki hálfgerður skandall ef metið verður ekki slegið á morgun?

„Jú, þetta er einstakt tækifæri að mæta hér á Hlíðarenda og algjör veisla í boði fyrir áhorfendur. Maður veit aldrei hvenær svona leikur verður í náinni framtíð. Ég vil hvetja alla að mæta á Hlíðarenda á morgun," sagði Elísa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner