Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 04. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Elísa með börnunum sínum.
Elísa með börnunum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa er fyrirliði Vals.
Elísa er fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Við höfum verið að byggja þetta upp í sumar og maður æfir allan veturinn til að fá að takast á við svona stórar og flottar áskoranir," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Valsliðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og stefnir á að gera það fjórða árið í röð.

„Mér finnst þetta svo geggjuð áskorun fyrir okkur í Val. Við höfum svona verið búnar að tryggja okkur titilinn á þessum tímapunkti. Til þess að liðið geti þróast enn frekar og allir orðið sterkari einstaklingar og leikmenn, þá er ótrúlega gott að fá að prófa að takast á við þessa áskorun. Þetta er gott fyrir okkur og ég hlakka til laugardagsins, að fá að vera partur af því að hjálpa Valsliðinu yfir línuna."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Auðvitað finnur maður fyrir aukinni spennu en við náum samt að halda henni í skefjum. Við stillum þessu upp eins og venjulegum leik, sem þetta er í grunninn. Við hlökkum til að halda vel í spennuna og fá að losa um hana á laugardaginn."

Þetta eru tvö langbestu lið landsins að mæta. „Þetta eru alltaf hörkuleikir og oft lítið sem sker úr um hvaða lið vinnur þessa leiki. Það er geggjað að fá að mæta þeim sem eru samhliða okkur besta lið landsins. Þetta er draumaleikurinn."

„Þessi lið eru góð, með flotta hópa og flotta þjálfara. Við þekkjum hvert annað algjörlega út og inn. Ég veit ekki hversu mikið þarf að fara í taktík fyrir þessa leiki. Maður þekkir þær eins og handabakið á sér. Það eru kannski einstaklingsgæðin eða orkustig liðanna sem skilja á milli."

Eigum við ekki að reyna að slá það?
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Var ekki Helena (Ólafsdóttir) að tala um að 1200 væri metið? Eigum við ekki að reyna að slá það?"

Væri ekki hálfgerður skandall ef metið verður ekki slegið á morgun?

„Jú, þetta er einstakt tækifæri að mæta hér á Hlíðarenda og algjör veisla í boði fyrir áhorfendur. Maður veit aldrei hvenær svona leikur verður í náinni framtíð. Ég vil hvetja alla að mæta á Hlíðarenda á morgun," sagði Elísa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner