Sjöunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni, og sú síðasta fyrir landsleikjahlé, fer fram um helgina. Dagskráin hefst í hádeginu og lýkur seinni partinn á morgun.
Júlíus Mar Júlíusson, nýr leikmaður KR, spáir í leiki umferðarinnar.
Hann fylgir á eftir Stubbi sem setti met með því að ná einungis tveimur leikjum rétt í síðustu umferð.
Júlíus Mar Júlíusson, nýr leikmaður KR, spáir í leiki umferðarinnar.
Hann fylgir á eftir Stubbi sem setti met með því að ná einungis tveimur leikjum rétt í síðustu umferð.
Crystal Palace 2 - 3 Liverpool (laugardagur 11:30)
Hörku helvítis leikur á Selhurst Park. Poolararnir alltaf verið í basli með Palace en klára þetta með gullmarki frá Endo. Baldvin Berndsen sáttur.
Arsenal 9 - 0 Southampton (laugardagur 14:00)
Besta lið Englands, Arsenal slátra Dýrlingunum en þeir fara ekki í gegnum tímabil án þess að fá 9 mörk á sig í einum leik!
Brentford 2 - 1 Wolves (laugardagur 14:00)
Mbeumo setur tvö í ágætis leik, Fantasy stig!
Leicester 4 - 4 Bournemouth (laugardagur 14:00)
Óvænt skemmtilegasti leikur tímabilsins. Bournemouth eitt skemmtilegasta lið tímabilsins so far og þeir halda því áfram!
Man City 3 - 0 Fulham (laugardagur 14:00)
Erling Haaland setur sín 3 mörk og Siggi Helga þvílíkt sáttur með góðan sigur.
West Ham 2 - 0 Ipswich (laugardagur 14:00)
West Ham eiga mikið inn og munu setja allt í þennan leik og uppskera eftir því. Fullkrug setur bæði mörkin eftir frábæra spretti frá Kudus.
Everton 0 - 0 Newscastle (laugardagur 16:30)
Því miður fáum við engin mörk í þessum leik. Góður varnarleikur spilaður og því mjög lokaður leikur. Sean Dyche virðir punktinn og setur hann í pokann góða!
Chelsea 4 - 1 Nott Forest (sunnudagur 13:00)
Ætli maður verði ekki að spá chelsea sigri fyrir Dóra, Chelsea búnir að koma á óvart og Palmerinn setur líklega 3 og svo klárar Mudryk þetta með skallamarki. Hudson-Odoi minnkar muninn og sussar á mannskapinn
Aston Villa 1 - 3 Man United (sunnudagur 13:00)
Erik ten Hag er málmaóður og starfið er í hættu. Hann verður að vinna þennan leik til að halda starfinu. Rashford og Maguire komast á blað, ætli Bruno fái svo ekki þriðja rauða spjaldið í röð.
Brighton 4 - 0 Tottenham (sunnudagur 15:30)
Brighton vinnur þennan leik auðveldlega, Tottenham svífa um á bleiku skýi eftir sigur á United en verða jarðtengdir allhressilega af Welbeck sem setur 4!
Fyrri spámenn:
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 15 | 11 | 3 | 1 | 31 | 13 | +18 | 36 |
2 | Chelsea | 16 | 10 | 4 | 2 | 37 | 19 | +18 | 34 |
3 | Arsenal | 16 | 8 | 6 | 2 | 29 | 15 | +14 | 30 |
4 | Nott. Forest | 16 | 8 | 4 | 4 | 21 | 19 | +2 | 28 |
5 | Man City | 16 | 8 | 3 | 5 | 28 | 23 | +5 | 27 |
6 | Bournemouth | 16 | 7 | 4 | 5 | 24 | 21 | +3 | 25 |
7 | Aston Villa | 16 | 7 | 4 | 5 | 24 | 25 | -1 | 25 |
8 | Fulham | 16 | 6 | 6 | 4 | 24 | 22 | +2 | 24 |
9 | Brighton | 16 | 6 | 6 | 4 | 26 | 25 | +1 | 24 |
10 | Tottenham | 16 | 7 | 2 | 7 | 36 | 19 | +17 | 23 |
11 | Brentford | 16 | 7 | 2 | 7 | 32 | 30 | +2 | 23 |
12 | Newcastle | 16 | 6 | 5 | 5 | 23 | 21 | +2 | 23 |
13 | Man Utd | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 19 | +2 | 22 |
14 | West Ham | 16 | 5 | 4 | 7 | 21 | 29 | -8 | 19 |
15 | Crystal Palace | 16 | 3 | 7 | 6 | 17 | 21 | -4 | 16 |
16 | Everton | 15 | 3 | 6 | 6 | 14 | 21 | -7 | 15 |
17 | Leicester | 16 | 3 | 5 | 8 | 21 | 34 | -13 | 14 |
18 | Ipswich Town | 16 | 2 | 6 | 8 | 16 | 28 | -12 | 12 |
19 | Wolves | 16 | 2 | 3 | 11 | 24 | 40 | -16 | 9 |
20 | Southampton | 16 | 1 | 2 | 13 | 11 | 36 | -25 | 5 |
Athugasemdir