Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ber enga virðingu fyrir liðsfélögunum eða ítölsku þjóðinni"
Mynd: Getty Images
Pasquale Bruno, fyrrum varnarmaður Juventus, er ósáttur við Cristiano Ronaldo og sakar hann um virðingarleysi. Bruno lék með Juve á árunum 1987-1990.

Ronaldo er sagður hafa lagt lítinn metnað í að reyna læra ítölsku á tíma sínum í Tórínó en Portúgalinn gekk í raðir Juve sumarið 2018.

„Þetta er fáfræði hjá Ronaldo. Hann hefur verið á Ítalíu í tvö ár og hefur ekki lært að tala málið okkar. Hann notar spænsku til að tjá sig. Hann ber enga virðingu fyrir liðsfélögunum eða ítölsku þjóðinni," sagði Bruno við TikiTaka.

Ronaldo er 35 ára gamall og hefur sagst ætla spila fótbolta þar til hann verður fertugur. Líklegast er talið að hann yfirgefi Juventus þegar samningur hans við félagið rennur út sumarið 2022.
Athugasemdir
banner
banner