Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. nóvember 2020 17:37
Elvar Geir Magnússon
Maradona hress og kátur daginn eftir aðgerðina
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: Getty Images
Diego Maradona er á góðum batavegi eftir að hafa farið í aðgerð í gær vegna blóðtappa í heila.

Dr Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, segir að Maradona hafi hlegið og gripið um höndina á sér í dag.

Maradona, sem er að margra mati besti fótboltamaður allra tíma, verður áfram undir meðhöndlun lækna á sjúkrahúsi í Buenos Aires næstu 48 klukkustundurnar að minnsta kosti.

Luque segir að útlitið sé bjart, aðgerðin hafi heppnast vel og líðan Maradona sé gott.

„Diego hefur ekki fundið fyrir neinum fylgikvillum eftir aðgerðna. Hann er í góðum höndum hérna og hans fyrstu viðbrögð eru jákvæð. Í dag horfði hann á mig, greip um höndina á mér og hló," segir læknirinn.

Fyrir utan sjúkrahúsið er stór hópur aðdáenda Maradona og fjölmargir fjölmiðlamenn. Lionel Messi sendi Maradona, sem hélt upp á sextugsafmæli sitt á dögunum, batakveðjur gegnum Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner