Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 14:00
Fótbolti.net
Svona gekk spáin í 3. deild karla - Miklar sviptingar
Úr leik hjá Reyni Sandgerði og Tindastól.  Reynismenn fóru upp í 2. deildina.
Úr leik hjá Reyni Sandgerði og Tindastól. Reynismenn fóru upp í 2. deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar í 3. deild karla spáðu í spilin fyrir tímabilið. KV var spáð efsta sæti eins og niðurstaðan varð.

Að öðru leyti voru talsverðar sviptingar í deildinni miðað við spána. Reynir Sandgerði fór upp í 2. deild eftir að hafa verið spáð 4. sætinu.

Elliði og Ægir blésu á hrakspár og enduðu í 6 og 8. sæti eftir að hafa verið spáð falli Vængir Júpíters og Álftanes féllu eftir að hafa verið spáð 7 og 9. sæti. Höttur/Huginn fór einnig í fallbaráttu og endaði í 10. sæti eftir að hafa verið spáð 3. sætinu.

Lokastaðan í deildinni:
1. KV (spáð 1. sæti) | 0
2. Reynir S. (spáð 4. sæti) | +2
3. KFG (spáð 5. sæti) | +2
4. Augnablik (spáð 2. sæti) | -2
5. Sindri (spáð 10. sæti) | +5
6. Elliði (spáð 12. sæti) | +6
7. Tindastóll (spáð 6. sæti) | -1
8. Ægir (spáð 11. sæti) | +3
9. Einherji (spáð 8. sæti) | -1
10. Höttur/Huginn (spáð 3. sæti) | -7
11. Vængir Júpíters (spáð 9. sæti) | -2
12. Álftanes (spáð 7. sæti) | -5
Athugasemdir
banner
banner
banner