Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 04. nóvember 2021 15:09
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó og Heiðar Ægis í Val (Staðfest)
Frá fréttamannafundi Vals í dag, Heiðar Ægisson,  Börkur Edvardsson og Aron Jóhannsson.
Frá fréttamannafundi Vals í dag, Heiðar Ægisson, Börkur Edvardsson og Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fréttamannafund í Fjósinu á Hlíðarenda var rétt í þessu staðfest að sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson og bakvörðurinn Heiðar Ægisson hefðu samið við Val.

Þeir gera samninga til þriggja ára.

Aron, sem er 31 árs, hefur leikið erlendis síðan hann yfirgaf Fjölni árið 2010. Hann hefur spilað í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð og nú síðast í Póllandi.

Aron ólst upp á Íslandi og á íslenska foreldra, en hann fæddist í Bandaríkjunum og kaus að spila fyrir bandaríska landsliðið. Hann á 19 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin og spilaði meðal annars fyrir hönd þjóðarinnar á HM 2014 í Brasilíu.

Heiðar er 26 ára gamall og er uppalinn hjá Stjörnunni. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann er fjölhæfur og getur leyst ýmsar aðrar stöður. Heiðar lék 153 leiki fyrir Garðabæjarfélagið og skoraði í þeim 3 mörk.

Sjá einnig:
Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju

Valsmenn höfnuðu í fimmta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. Þeir gáfu rækilega eftir seinni hluta liðins tímabils og náðu ekki að komast í Evrópukeppni.



Athugasemdir
banner
banner