fös 04. desember 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Scholes: Martial og Rashford lærðu ekkert af Zlatan
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að Anthony Martial og Marcus Rashford hafi ekki lært neitt af sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic.

Zlatan eyddi tveimur árum hjá United frá 2016 til 2018 og gerði góða hluti þar áður en hann hélt til Los Angeles Galaxy.

Nú er félagið komið með Edinson Cavani og er Scholes viss um að ungu leikmennirnir hjá United geti lært eitthvað af honum.

„Við höfum talað oft um að United er ekki með þessa fullkomnu níu. Cavani er alvöru nía en það verður bara þannig í eitt eða tvö ár. Við vorum með það sama í Zlatan fyrir nokkrum árum og erum við ekki komin lengra en þetta?" sagði og spurði Scholes.

„Spurningin er: Hafa þeir þróað leik sinn í að vera þessi nía sem við þurfum? Þeir halda það sennilega en þeir eru bara hættulegir kantmenn fyrir mér. Lærðu þeir eitthvað af Zlatan? Ég held ekki," sagði hann í lokin.

Anthony Martial hefur átt erfitt með að spila fremst hjá United og virðist alls ekki vera rétti maðurinn fremst á við. Hann hefur skorað tvö og lagt upp tvö í tíu leikjum og hafa stuðningsmenn félagsins fengið nóg.
Athugasemdir
banner
banner
banner