Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   fös 04. desember 2020 13:58
Elvar Geir Magnússon
Vongóður um að Rashford verði í hóp á morgun
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vongóður um að sóknarmaðurinn Marcus Rashford verði í leikmannahópi United sem mætir West Ham á morgun.

Rashford fór af velli vegna meiðsla í öxl í 3-1 tapinu gegn Paris St-Germain í Meistaradeildinni á þriðjudag. Hann tók ekki fullan þátt í æfingu í dag.

„Hann tók þátt að hluta. Hann hefur verið í meðhöndlun og vonandi verður hann með í hópnum sem ferðast í leikinn," segir Solskjær.

Leikur West Ham og Manchester United verður 17:30 á morgun. Á leiknum verður ákveðinn fjöldi áhorfenda.

„Það verður frábært að spila aftur fyrir framan áhorfendur. Það er tilhlökkun. Okkar stuðningsmenn verða ekki en við verðum að nýta orkuna sem kemur frá stuðningsmönnum West Ham," segir Solskjær.

Luke Shaw er enn á meiðslalistanum hjá United.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner