Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 10:40
Aksentije Milisic
Tuchel grínaðist með ummæli Rangnick
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, grínaðist með það að yfirmenn hans hafi verið stressaðir eftir 0-0 jafntefli gegn Wolves í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel.

Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, sagði frá því að Chelsea hafi boðið sér að taka við liðinu í febrúar mánuði en Tuchel hafi nú þegar verið búinn að taka við liðinu en það gerðist í janúar.

Tuchel gerði jafntefli gegn Wolves í fyrsta leik og hann grínaðist á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn West Ham á eftir.

„Kannski voru yfirmenn mínir stressaðir eftir leikinn gegn Wolves. „Hann veit ekkert hvað hann er að gera svo fáum inn Ralf í fjóra mánuði," hugsuðu þeir kannski!" sagði Tuchel.

„Hann er örugglega með dagsetninguna vitlausa, vonum það allavega! Það er gott starf að vera þjálfari Chelsea í fótboltaheiminum."

Chelsea mætir West Ham á útivelli klukkan 12.30 en liðið er með eins stigs forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner