Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mið 04. desember 2024 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Albert sneri aftur á völlinn í tapi
Albert hefur náð sér af meiðslum
Albert hefur náð sér af meiðslum
Mynd: Getty Images
Fiorentina 2 - 2 Empoli (3-4 eftir vítakeppni)
0-1 Emmanuel Ekong ('4 )
1-1 Moise Kean ('59 )
2-1 Riccardo Sottil ('70 )
2-2 Sebastiano Esposito ('75 )

Albert Guðmundsson og hans menn í Fiorentina eru úr leik í ítalska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir Empoli í vítakeppni.

Albert hafði verið frá síðustu vikur vegna meiðsla aftan í læri en hann var í annað sinn í hópnum eftir meiðslin.

Hann var í hópnum gegn Inter um helgina en sá leikur var flautaður af eftir að Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts, hneig niður á miðjum velli.

Landsliðsmaðurinn tók sér aftur sæti á bekknum í kvöld og kom inn á þegar stundarfjórðungur var eftir. Þá var staðan 2-1 en hálfri mínútu síðar jöfnuðu gestirnir með marki Sebastiano Esposito.

Engin framlenging var spiluð heldur var haldið beint í vítakeppni þar sem Empoli vann, 4-3. Albert skoraði úr sínu víti en þeir Luca Ranieri og Moise Kean klikkuðu úr sínum.

Empoli fer því áfram í 8-liða úrslit en liðið mætir Juventus eða Cagliari.
Athugasemdir
banner