Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 05. febrúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola svarar Klopp: Ég hélt að Jurgen væri ekki svona stjóri
Jurgen Klopp og Pep Guardiola.
Jurgen Klopp og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, svaraði ummælum frá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, á fréttamannafundi sínum í dag.

Manchester City og Liverpool hafa barist um enska meistaratitilinn undanfarin tvö ár en þessi lið mætast á Anfield á sunnudag.

Klopp sagði á dögunum að Liverpool hafi ekki fengið neina pásu á tímabilinu á meðan Manchester City hafi fengið tvær vikur í frí vegna kórónuveirunnar.

„Hann gerði mistök. Jurgen þarf að skoða dagatalið aftur. Við lentum í kórónuveirunni, fengum viku frí og spiluðum með 14 leikmenn á Stamford Bridge," sagði Guardiola.

„Á morgun þegar ég hitti Jurgen þá mun ég spyrja hann hversu
mikinn frítíma við fengum. Ég er hissa, ég hélt að Jurgen væri ekki svona stjóri. Ég bjóst ekki við þessum ummælum. Kannski var þetta misskilningur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner