Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 05. febrúar 2021 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Eykur sjálfstraustið og stemninguna
Hemmi Hreiðars var ánægður með sigurinn
Hemmi Hreiðars var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar Vogum, var afar ánægður með sigur liðsins í B-deild Fótbolta.net mótsins en liðið vann Selfoss 6-2.

Þróttur V. lenti í þriðja sæti mótsins á síðasta ári og gerði sér lítið fyrir og vann mótið í ár.

Mikill karakter einkenndi sigur liðsins. Þróttarar þurftu að vinna með sjö mörkum í síðasta leik riðilsins til að komast í úrslitaleikinn og það tókst gegn Vestra.

Liðið fylgdi því svo á eftir í úrslitaleiknum og gekk frá Selfyssingum sem spiluðu tveimur mönnum færri síðustu tólf mínúturnar.

„Þetta er góð byrjun. Bikar er bikar og við tökum það allt. Þetta er skemmtilegt mót og eykur sjálfstraustið og stemninguna í hópnum, engin spurning," sagði Hermann við Fótbolta.net.

Liðið spilar í 2. deild og er markmiðið skýrt. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu.

„Það eru skýr markmið hjá okkur að við ætlum að vera í toppbaráttunni."

„Þetta er sami kjarni og var í sumar. Við erum með örfá ný andlit og frábært tímabil á síðasta ári og við byggjum á því."

„Við erum alltaf með augun opin en við erum kátir með hópinn eins og er en ef eitthvað býst þá skoðum við það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner