Býður fram hjálp sína
Jökull Andrésson, markvörður Exeter, opnaði sig á Twitter í gær og greindi frá því að hann hafi glímt við kvíða allt sitt líf.
Hinn 19 ára gamli Jökull kom með góð skilaboð í tilefni af 'Time to Talk' dagsins á Englandi en hann er haldinn til að hvetja fólk til að opna sig um andleg vandamál.
Hinn 19 ára gamli Jökull kom með góð skilaboð í tilefni af 'Time to Talk' dagsins á Englandi en hann er haldinn til að hvetja fólk til að opna sig um andleg vandamál.
„Ég hef glímt við kvíða frá því að ég var mjög ungur," sagði Jökull á Twitter í gær.
„Besta leiðin fyrir mig til að glíma við kvíðann var að tala um þetta og vera með opin huga. Ég fór í ýmsar meðferðir og talaði við mikið af fólki til að hjálpa mér."
„Það hjálpaði mér gríðarlega mikið að tala um vandamálin og tala um tilfinningar mínar. Um leið og þú byrjar að tala um vandamálin þá sérðu að þau eru kannski eins stór og þú heldur."
Hér að neðan má sjá Jökul tjá sig en hann segist vera tilbúinn að spjalla við alla sem vilja fá hjálp.
Á heimasíðu Áttavitans eru góðar upplýsingar og það hvað er hægt að gera við þunglyndi og kvíða.
This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me👍🏼 https://t.co/kDPtz4HGh5
— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021
Athugasemdir