Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mán 05. febrúar 2024 13:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Liðin eru farin að horfa á þetta mót sem djók“
KR-ingar misstu Reykjavíkurmeistarabikarinn eftir að hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.
KR-ingar misstu Reykjavíkurmeistarabikarinn eftir að hafa teflt fram ólöglegum leikmanni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KR vann Víking í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á fimmtudag en Víkingum var dæmdur sigur þar sem Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, lék seinni hálfleikinn en hann hafði ekki fengið leikheimild með liðinu.

Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, viðurkenndi eftir leik að KR-ingar hafi verið meðvitaðir um að Alex væri ólöglegur. Hann sagði við Vísi að ákvörðun hafi verið tekin um að láta hann spila af fótboltalegum ástæðum.

„Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr," sagði Bjarni í viðtalinu.

Margir stuðningsmenn KR eru ekki ánægðir með þessa nálgun félagsins.

„Sitt sýnist hverjum um þetta. Ég var að sjá skjáskot af stuðningsmannasíðu KR á Facebook og það eru margir ósáttir við að þeir hafi viljandi spilað á ólöglegum leikmanni," sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

„Þeir eru meira að segja 1-0 yfir í þessum leik eftir fyrri hálfleikinn og þá setja þeir Alex Þór Hauksson inn. Það er þessi ólöglega skipting. Ég veit ekki alveg hvort þessar 45 mínútur hafi skipt máli út frá knattspyrnulegu tilliti þegar þú ert að spila um Reykjavíkurmeistaratitilinn," sagði Máni Pétursson sem var sérfræðingur í þættinum.

„Síðan vildi Arnar Gunnlaugsson flauta leikinn af eftir 90 mínútur því honum fannst leikurinn of grófur. Ég skil hann alveg. Það er janúar og þetta er vitleysa. Það er minni áhugi og liðin eru farin að horfa á Reykjavíkurmótið sem djók, æfingamót og er alveg sama um úrslitin," bætti Máni við.

Reykjavíkurmótið er elsta fótboltamót Íslands en virðingin fyrir því hefur farið hratt minnkandi síðustu ár. Í þættinum var velt því fyrir sér hvort mótið þyrfti ekki að fara úr höndum KSÍ og verða æfingamót sem félögin standa fyrir svo hægt verði að spila á leikmönnum sem koma að utan og mönnum sem eru á reynslu.
Útvarpsþátturinn - Máni í framboði og ótímabæra spáin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner