Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fös 02. febrúar 2024 10:47
Elvar Geir Magnússon
Víkingur fær Reykjavíkurmeistaratitilinn því KR var með ólöglegan leikmann
Alex Þór Hauksson lék ólöglegur í gær.
Alex Þór Hauksson lék ólöglegur í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KR-ingar með bikarinn sem þeir þurfa að skila í Fossvoginn.
KR-ingar með bikarinn sem þeir þurfa að skila í Fossvoginn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ljóst er að Víkingum verður dæmdur 3-0 sigur gegn KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, lék ólöglegur í leiknum.

Leikheimild hans tók gildi í dag en KR lyfti bikarnum í gær eftir að hafa unnið Víking í vítaspyrnukeppni. Víkingur þurfti ekki að kæra því leikurinn hefur sjálfkrafa verið dæmdur KR-ingum tapaður af KSÍ.

Bjarni Guðjónsson framkvæmdastjóri KR segir í samtali við Vísi að í fyrstu hafi KR fengið þær upplýsingar að nýju leikmennirnir sem komu að utan mættu spila leikinn en það hafi verið dregið til baka.

Af fótboltalegum ástæðum hafi verið ákveðið að spila leikinn eins og lagt var upp með.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

„Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr," segir Bjarni við Vísi.

„Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar."

KSÍ hefur breytt úrslitum leiksins í 3-0 fyrir Víking og þá fær KR sekt upp á 60 þúsund krónur.
Athugasemdir
banner
banner