Danski miðjumaðurinn Marc Rochester Sörensen er genginn í raðir HB Köge í Danmörku eftir tvö tímabil hjá Þór á Akureyri.
Hann er 32 ára og skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið sem er í botnbaráttu dönsku B-deildarinnar.
Hann er 32 ára og skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið sem er í botnbaráttu dönsku B-deildarinnar.
Hann spilaði 32 leiki fyrir Þór og skoraði þrjú mörk, í fjórum bikarleikjum skoraði hann tvö mörk. Fyrra tímabilið lék hann 17 deildarleiki og seinna tímabilið 15.
HB Köge er uppeldisfélag Marc Sörensen en hann hefur einnig spilað með Vestsjælland og Silkeborg í Danmörku og Öster í Svíþjóð. Á sínum tíma lék hann þrjá leiki með U20 landsliði Danmerkur.
„Ég fékk þá reynslu sem ég var að leitast eftir á Íslandi. Við vildum fara aftur heim núna og koma okkur vel fyrir," sagði Sörensen við danska fjölmiðilinn Tipsbladet í október.
Hann og kærasta hans eru að flutt til Kaupmannahafnar og fann hann félag í höfuðborginni.
Athugasemdir