Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Schlupp: Alltaf dreymt um að spila með Celtic
Mynd: Celtic
Ganamaðurinn Jeffrey Schlupp samdi við skoska félagið Celtic undir lok gluggans en hann segir það hafa verið langþráðan draum að spila fyrir félagið.

Schlupp, sem er 32 ára gamall, kom til Celtic á láni frá Crystal Palace út tímabilið.

Samningur hans hjá Palace rennur út eftir tímabilið og hefur hann því formlega kvatt Palace.

Varnarmaðurinn er yfir sig spenntur fyrir því að vera kominn til Celtic.

„Ég er ótrúlega spenntur. Í raun hefur það alltaf verið einn af draumum mínum, eins og svo mörgum öðrum, að spila fyrir svona frábært félag eins og Celtic.“

„Ég fékk þann heiður að spila hér fyrir um það bil níu árum á undirbúningstímabili, þannig ég hef komið á völlinn og það var eitthvað ótrúlega spennandi við andrúmsloftið og allt í kringum völlinn,“
sagði Schlupp við heimasíðu Celtic.
Athugasemdir
banner
banner