Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Herra Fjölnir í markinu er Vængir Júpíters unnu stórsigur
Gunnar Már Guðmundsson var í markinu hjá Vængjunum
Gunnar Már Guðmundsson var í markinu hjá Vængjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpíters unnu 7-1 sigur á Afríku í C-deild Lengjubikarsins í kvöld en þrír leikir voru á dagskrá. Hamar hafði þá betur gegn Hvíta Riddaranum, 2-0.

Hamar vann Hvíta Riddarann 2-0. Samuel Andrew Malson gerði bæði mörk Hamars en þau komu bæði í síðari hálfleik. Fyrra markið kom á 53. mínútu en það síðara á 61. mínútu.

Í sama riðli vann Björninn lið Ýmis 3-2. Pálmi Þór Ásbergsson skoraði tvö mörk fyrir Björninn í leiknum.

Hamar og Björninn því bæði með þrjú stig eftir fyrstu umferðina en Hvíti Riddarinn og Ýmir án stiga.

Vængir Júpíters skoruðu þá sjö mörk á Afríku í riðli 2. Leiknum lauk með 7-1 sigri Vængjanna en þetta var fyrstu leikur beggja liða. Þá spilaði Gunnar Már Guðmundsson, fyrrum fyrirliði Fjölnis, í markinu hjá Vængjunum en hann var í aðeins öðruvísi hlutverk en hér áður þegar hann spilaði oftar en ekki á miðsvæðinu.

Það vakti þá sérstaka athygli að allir leikmenn liðsins fyrir utan Gunnar voru fæddir frá 2002 til 2004. Alls voru sjö leikmenn fæddir 2003, einn árið 2002 og sex árið 2004. Mögulega yngsta liðið í sögu Lengjubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner