Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Sneggsta rauða spjald sögunnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sneggsta rauða spjald sögunnar leit líklega dagsins ljós á Asíuleikum U20 ára landsliða á dögunum.


Jórdanía mætti þar Tadsíkistan í opnunarleik sínum og var Baker Kamal Kalbouneh full spenntur að spila á stórmótinu.

Leikurinn var flautaður á og byrjaði Kalbouneh með boltann á miðjupunktinum. Hann gaf boltann til baka, hljóp sjálfur áfram og fékk háa sendingu beint í kjölfarið. Kalbouneh mistókst að ná valdi á boltanum en í tilraun sinni til þess lyfti hann hægri fætinum alltof hátt upp í loftið.

Sóknarmaðurinn endaði á að sparka í andlitið á andstæðingi sínum, með takkana á undan sér, og gat dómarinn ekki gert annað en að gefa leikmanninum unga beint rautt spjald.

Atvikið átti sér stað eftir fimm sekúndna leik, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Jórdanía vann leikinn 0-2 og mætir ógnarsterku liði Suður-Kóreu í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner