Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Útpæld hvíld og keyptur til Bayern í sumar
Alli jói og Aron Baldvin eru sérfræðingarnir þetta árið.
Alli jói og Aron Baldvin eru sérfræðingarnir þetta árið.
Mynd: Fótbolti.net
Útpæld hvíld.
Útpæld hvíld.
Mynd: EPA
Hvað gerir Yamal gegn Benfica?
Hvað gerir Yamal gegn Benfica?
Mynd: EPA
Alonso, Wirtz og Frimpong reyna að skáka Bayern.
Alonso, Wirtz og Frimpong reyna að skáka Bayern.
Mynd: EPA
Salah er líklegur til þess að skora í öllum leikjum.
Salah er líklegur til þess að skora í öllum leikjum.
Mynd: EPA
Seinni dagurinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í dag. Dagskráin hefst 17:45 með leik Feyenoord og Inter og seinni þrír leikirnir hefjast klukkan 20:00. Það er Þýskalandsslagur í München og í París er Liverpool í heimsókn.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson

Feyenoord 0 - 1 Inter
Sennilega ekki margir með stillt á þennan leik og skiljanlega. Martínez skorar og Inter fer með góða stöðu heim til Ítalíu.

Bayern München 3 - 2 Leverkusen
Er með miklar væntingar fyrir þennan leik þrátt fyrir markalausan leik hjá þessum liðum á dögunum. Gæti farið í allar áttir en spái vafasömum vítaspyrnudómi í restina sem tryggir sigur fyrir Bayern.

Benfica 2 - 4 Barcelona
Fór í nokkra hringi hér en endaði á því að setja á Barcelona. Sóknarlína Barca verður bara of sterk fyrir Benfica. Raphinha, Yamal og Olmo munu allir eiga stórleik.

PSG 1 - 3 Liverpool
PSG eru á alvöru rönni og mögulega er þessi spá eingöngu hjartað að ráða för. En þessi útpælda hvíld hjá Arne Slot um helgina skilar sér og Salah skorar og leggur upp, sést ekkert endilega mikið í leiknum. Við höfum séð það nokkrum sinnum í vetur.

Aron Baldvin Þórðarson

Feyenoord 2 - 2 Inter
Ég bjó í Rotterdam í fjögur ár og þekki hversu mikil stemningin er á Evrópukvöldum á de Kuip. Þetta verður hnífjöfn markaveisla.

PSG 0 - 1 Liverpool
PSG mun fara í maður á mann pressu á móti mínum mönnum. Leikurinn mun því einkennast af mörgum löngum boltum, seinni boltum og einvígum út um allan völl. Eina mark leiksins kemur þegar Gravenberch nær að snúa manninn sinn af sér og í framhaldi finna Salah innfyrir vörnina þeirra sem að sjálfsögðu skorar og kemur okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield. Gangi PSG mönnum vel að koma þangað og sækja úrslit!

Bayern München 0 - 1 Leverkusen
Það eru rosalegir leikir í þessari umferð! Ég horfði á síðasta leik á milli þessara liða þar sem Bayer Leverkusen voru miklu betri en Neuer bjargaði stigi. Alonso mun skáka Kompany í þessu einvígi og Wirtz verður maðurinn sem verður til þess að Bayern kaupir hann svo í sumar.

Benfica 0 - 2 Barcelona
Ég hef aldrei séð neinn spila með jafn háa línu og Hansi Flick með liðin sín, það er svakalegt að fylgjast með því. Benfica mun skora tvö í leiknum en bæði dæmd rangstæð í VAR. Barca skorar hinsvegar tvö lögleg mörk, Yamal og Lewandowski.

Fótbolti.net - Anton Freyr Jónsson

Feyenoord 0 - 2 Inter
Inter Milan fer til Hollands og sækir sigur og kemur sér í góða stöðu fyrir seinni leikinn á Ítalíu. Thuram skorar eitt fyrir gestina í Inter.

Bayern Munchen 1 - 1 Leverkusen
Þetta er alvöru slagur sem endar með 1-1 jafntefli. Ætli Harry Kane skori ekki með skalla eftir fast leikatriði eða af vítapunktinum.

Benfica 1 - 3 Barcelona
Barcelona vinnur þennan leik og Lamine Yamal skorar og leggur upp.

PSG 2 - 3 Liverpool
Þetta er leikur sem mun bjóða upp á mörk og stórkostlega skemmtun. Mohamed Salah heldur áfram á sínu ótrúlega rönni og skorar tvö.

Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 2
Aron Baldvin - 2
Fótbolti.net - 3
Athugasemdir
banner
banner
banner