Það eru þrír leikir sem hefjast klukkan 20:00 í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Það eru gríðarlega spennandi leikir á dagskrá í kvöld þar sem Frakklandsmeistarar PSG taka á móti stórveldi Liverpool sem hefur átt frábært tímabil hingað til.
Bæði lið mæta til leiks með ógnarsterk byrjunarlið þar sem Arne Slot gerir aðeins eina breytingu á liðinu frá sigri gegn Newcastle í síðustu viku. Andy Robertson kemur inn fyrir Kostas Tsimikas í vinstri bakvarðarstöðuna.
Luis Enrique gerir þrjár breytingar á liði PSG sem rúllaði yfir Lille um helgina, þar sem Khvicha Kvaratskhelia, Willian Pacho og Vitinha koma inn í byrjunarliðið.
Bayern og Leverkusen eigast þá við í afar eftirvæntum risaslag en liðin áttust síðast við 15. febrúar í markalausu jafntefli í þýsku deildinni. Leverkusen var talsvert sterkari aðilinn í þeim leik, á heimavelli.
Xabi Alonso gerir þrjár breytingar á liði Leverkusen frá jafnteflinu, þar sem Matej Kovar, Mario Hermoso og Amine Adli koma inn í byrjunarliðið. Vincent Kompany þjálfari Bayern gerir tvær breytingar þar sem Alphonso Davies og Leon Goretzka koma inn í byrjunarliðið.
Að lokum eigast Benfica og Barcelona við í skemmtilegri rimmu sem byrjar í Portúgal.
PSG: Donnarumma, Hakimi, Marquinhos, Pacho, Mendes, J.Neves, Vitinha, Ruiz, Barcola, Kvaratskhelia, Dembele
Varamenn. Safonov, Tenas, Kimpembe, Hernandez, Beraldo, Doue, Kang-in, Zaire-Emery, Ramos, Mbaye, Mayulu
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Gravenberch, Mac Allister, Szoboszlai, Diogo Jota, Salah, Diaz
Varamenn: Jaros, Kelleher, Quansah, Tsimikas, Endo, Jones, Elliott, Chiesa, Nunez, Nyoni, McConnell,
FC Bayern: Neuer, Laimer, Upamecano, Kim, Davies, Kimmich, Goretzka, Olise, Musiala, Coman, Kane
Varamenn: Urbig, Ulreich, Vidovic, Stanisic, Palhinha, Guerreiro, Boey, Dier, Gnabry, Ito, Muller, Sane
Leverkusen: Kovar, Hermoso, Tah, Hincapie, Mukiele, Grimaldo, Palacios, Xhaka, Wirtz, Adli, Frimpong
Varamenn: Lomb, Hradecky, Tapsoba, Garcia, Hofmann, Arthur, Boniface, Buendia, Schick, Tella
Benfica: Trubin, Araujo, Silva, Otamendi, Carreras, Aursnes, Barreiro, Kokcu, Akturkoglu, Schjelderup, Pavlidis
Varamenn: Soares, Sanches, N. Felix, H. Felix, Belotti, Cabral, Bajrami, Dahl, Prestianni, Prioste, Rego, Santos
Barcelona: Szczesny, Kounde, Cubarsi, Martinez, Balde, Olmo, De Jong, Pedri, Yamal, Raphinha, Lewandowski
Varamenn: Pena, Kochen, Victor, Torres, Torre, Martin, Lopez, Garcia, Fort, Fati, Casado, Araujo
Athugasemdir