Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einn milljarður dollara í boði á HM félagsliða
Mynd: EPA
Alþjóðafótboltasambandið FIFA hefur tilkynnt verðlaunafé fyrir HM félagsliða sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar.

Það er ekki af verri endanum þar sem í heildina er einn milljaður bandaríkjadollara í boði fyrir þátttakendur. Manchester City og Chelsea eru einu liðin úr enska boltanum sem taka þátt.

Talið er að Man City og Chelsea geti þénað um 100 milljónir á haus ef þeim gengur vel í keppninni, en önnur öflug félög á borð við Real Madrid, Inter, FC Bayern og PSG taka einnig þátt í mótinu.

Önnur félagslið frá Evrópu eru ósátt með þessa auka tekjulind fyrir ákveðin félög og mun FIFA því greiða öðrum félagsliðum
Þá hefur einnig verið tilkynnt að FIFA mun greiða einhverjar skaðabætur til þeirra félagsliða sem taka ekki þátt í mótinu.
Athugasemdir
banner
banner