Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   mið 05. mars 2025 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dagný og stöllur náðu jafntefli gegn Man City
Mynd: West Ham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á bekknum hjá West Ham United sem tók á móti stórveldi Manchester City í efstu deild kvenna á Englandi í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en gestirnir frá Manchester voru talsvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Þær áttu þó í erfiðleikum með að skora en Khadija Shaw tókst það loks á 80. mínútu. Hún tók þannig forystuna fyrir Man City aðeins mínútu eftir að Dagnýju hafði verið skipt inn af bekknum.

Hamrarnir gáfust þó ekki upp og tókst að jafna leikinn í uppbótartíma, þegar Manuela Pavi skoraði á 91. mínútu. Hún bjargaði þannig góðu stigi fyrir West Ham.

Man City er í fjórða sæti deildarinnar eftir þetta jafntefli, tólf stigum á eftir toppliði Chelsea. West Ham er í neðri hlutanum, níu stigum fyrir ofan fallsætið.

Topplið Chelsea vann þá heimaleik gegn Leicester City en Hlín Eiríksdóttir var ekki í hóp vegna meiðsla.

West Ham 1 - 1 Man City
0-1 K. Shaw ('80)
1-1 M. Pavi ('91)

Chelsea 3 - 1 Leicester
1-0 C. Macario ('8)
2-0 A. Beever-Jones ('51)
2-1 Y. Momiki ('55)
3-1 E. Cuthbert ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner