Paulo Fonseca þjálfari franska félagsins Lyon hefur verið dæmdur í níu mánaða bann frá fótbolta fyrir að öskra á dómara í 2-1 sigri Lyon gegn Brest 2. mars.
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og brást afar illa við. Hann óð að dómaranum og öskraði framan í hann og rak ennið sitt lauslega í enni dómarans.
Frönsk fótboltayfirvöld líta á þetta atvik sem alvarlega tilraun til að skalla dómarann og telja svona hegðun vera óafsakanlega.
Fonseca baðst afsökunar að leikslokum og viðurkenndi að hann hafi gert mistök.
Fonseca tók við Lyon í lok janúarmánaðar eftir að hafa þjálfað AC Milan, Lille, Roma og Shakhtar Donetsk á undanförnum árum.
Hann lenti nokkrum sinnum upp á kant við dómara í ítalska boltanum en entist ekki lengi í starfinu hjá Milan.
Nú getur Fonseca ekki snúið aftur á völlinn fyrr en 30. nóvember, en óljóst er hvort Lyon ætli að áfrýja ákvörðuninni eða finna sér nýjan þjálfara.
Lyon er í sjötta sæti frönsku deildarinnar sem stendur, í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.
Lyon coach Fonesca completely loses it after being handed a red card
byu/Chevalier_Paul insoccer
Athugasemdir