Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 12:19
Elvar Geir Magnússon
Freyr ekki eini Íslendingurinn sem var rekinn frá Kortrijk
Jónas Grani Garðarsson.
Jónas Grani Garðarsson.
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson var rekinn sem þjálfari belgíska úrvalsdeildarliðsins Kortrijk í desember. Annar Íslendingur sem starfaði fyrir félagið, sjúkraþjálfarinn Jónas Grani Garðarsson, var svo rekinn frá félaginu stuttu seinna.

Freyr fékk Jónas Grana til starfa hjá Kortrijk þar sem hann var ráðinn sem yfirmaður sjúkraþjálfunar hjá félaginu.

Jónas Grani býr yfir mikilli reynslu og starfaði sem sjúkraþjálfari í hinni frægu Aspetar samsteypu í Katar. Hann var áður sjúkraþjálfari FH og á leikmannaferli sínum spilaði hann sem framherji hjá Völsungi, FH, Fram og Fjölni.

„Eftir að hafa fengið svipað spark og Freyr í rassinn í byrjun janúar hefur lífið verið frekar rólegt hérna í Belgíu. Rassinn var aumur en sálin og samviskan góð. Það var ný upplifun að vera rekinn og sjaldgæft þegar maður hefur -sjúkra- titilinn fyrir framan þjálfari. En ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar (sjúkra upplýsingar) - það eru upplýsingar sem þarf að varðveita á sem bestan veg. Það vita allir, vonandi, sem starfa í heilbrigðisþjónustu," skrifaði Jónas Grani á Facebook.

Hann var í Plymouth í síðustu viku þar sem hann vann með landsliðsmanninum Guðlaugi Victori Pálssyni.

„Það tekur á að vera í iðnaðinum í Championship deildinni á Englandi - og landsleikir framundan. Virkilega flottur og góður að vinna með og frábær félagsskapur, við náum vel saman."

Freyr er tekinn við þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Brann en Jónas segir að sín framtíð sé alveg óráðin, fjölskyldan fljúgi heim til Íslands þann 20. mars. Kortrijk hefur enn ekki unnið leik síðan Freyr var látinn fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner