Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Daði í ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Í leik með Keflavík árið 2023.
Í leik með Keflavík árið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ísak Daði Ívarsson hefur fengið félagaskipti í ÍR en hann kemur á frjálsri sölu frá ÍR eftir að hann náði samkomulagi um riftun á samningi í Víkinni í vetur.

Ísak Daði er kantmaður sem verður 21 árs í júlí. Hann á að baki tíu leik í A-deild og 21 leik í B-deild. Á sínum tíma lék hann tvo leiki með U19 landsliðinu.

Hann á tvo leiki með Víkingi í Mjólkurbikarnum, tíu leiki með Keflavík á láni 2023 og svo 12 leiki með Þrótti Reykjavík og níu leiki með Gróttu á láni á síðasta tímabili.

ÍR er í Lengjudeildinni og Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari liðsins.

Komnir
Arnór Sölvi Harðarson frá ÍBV
Ívan Óli Santos frá Gróttu
Óðinn Bjarkason frá KR (á láni)
Jónþór Atli Ingólfsson frá Augnabliki
Baldur Páll Sævarsson frá Víkingi R.
Óliver Andri Einarsson frá Keflavík
Sigurður Orri Ingimarsson frá Keflavík
Sigurður Karl Gunnarsson frá Árbæ
Mikael Trausti Viðarsson frá Fram
Breki Hólm Baldursson frá KA (á láni)
Víðir Freyr Ívarsson frá Fram (var á láni hjá Hetti/Hugin)
Ísak Daði Ívarsson frá Víkingi (var á láni hjá Gróttu)

Farnir
Róbert Elís Hlynsson í KR
Bragi Karl Bjarkason í FH
Óliver Elís Hlynsson í Fram
Arnór Gauti Úlfarsson í Grindavík
Sæþór Ívan Viðarsson í Hött/Hugin
Marteinn Theodórsson í Kára
Gils Gíslason í FH (var á láni)

Samningslausir
Emil Nói Sigurhjartarson (2004)
Alexander Kostic (1992)
Stefán Þór Pálsson (1995)
Jordian Farahani (1990)
Kristján Daði Runólfsson (2005)
Athugasemdir
banner