Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Þrenna Adams Árna sökkti Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 2 - 3 Grindavík
0-1 Adam Árni Róbertsson ('9 )
0-2 Adam Árni Róbertsson ('48 )
0-3 Adam Árni Róbertsson ('52 )
1-3 Óskar Dagur Jónasson ('60 )
2-3 Daníel Ingvar Ingvarsson ('93 )

Adam Árni Róbertsson var aðalmaðurinn þegar Grindavík lagði Fjölni að velli í botnslag í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Adam Árni skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 9. mínútu og bætti svo tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks til að fullkomna þrennu.

Staðan var orðin 0-3 eftir 52 mínútur en heimamenn ætluðu ekki að gefast upp í Grafarvoginum og minnkaði Óskar Dagur Jónasson muninn.

Nær komust Fjölnismenn ekki fyrr en Daníel Ingvar Ingvarsson minnkaði muninn niður í eitt mark í uppbótartíma, en það dugði ekki til. Lokatölur 2-3.

Grindavík lýkur því keppni með 6 stig eftir 5 umferðir, á meðan Fjölnir endar án stiga.

Fjölnir Brynjar Gauti Guðjónsson (73'), Reynir Haraldsson, Birgir Þór Jóhannsson (73'), Árni Steinn Sigursteinsson, Óskar Dagur Jónasson, Daníel Ingvar Ingvarsson, Mikael Breki Jörgensson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (65'), Rafael Máni Þrastarson (55'), Þorkell Kári Jóhannsson (65')
Varamenn Birgir Þór Ólafsson (65'), Árni Elvar Árnason (73'), Fjölnir Sigurjónsson (55'), Bragi Már Jóhannsson (73'), Sölvi Sigmarsson, Axel Freyr Ívarsson (65'), Snorri Þór Stefánsson (m)

Grindavík Stefán Óli Hallgrímsson, Arnór Gauti Úlfarsson, Viktor Guðberg Hauksson, Ármann Ingi Finnbogason (57'), Ingi Þór Sigurðsson (90'), Breki Þór Hermannsson, Hilmar Máni Hlynsson, Lárus Orri Ólafsson (73'), Sindri Þór Guðmundsson, Eysteinn Rúnarsson
Varamenn Lúkas Nói Tómasson (90), Þórður Davíð Sigurjónsson, Andri Karl Júlíusson Hammer (57), Mikael Máni Þorfinnsson (73), Eyþór Örn Eyþórsson (76)
Athugasemdir
banner
banner
banner