Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Meiðslahrjáðir Hollendingar réðu ekki við Ítalíumeistarana
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Feyenoord 0 - 2 Inter
0-1 Marcus Thuram ('38)
0-2 Lautaro Martinez ('50)
0-2 Piotr Zielinski, misnotað víti ('65)

Meiðslahrjáð lið Feyenoord tók á móti Ítalíumeisturum Inter í fyrsta leik kvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Feyenoord var án 16 leikmanna vegna meiðsla en sýndi þokkalega frammistöðu gegn sterkum andstæðingum í dag. Heimamenn áttu þó í miklu basli með að skapa sér færi og tók Marcus Thuram forystuna fyrir gestina á 38. mínútu eftir virkilega flotta fyrirgjöf frá Nicoló Barella.

Lautaro Martínez fyrirliði tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik með frábæru skoti innan vítateigs og stjórnaði Inter ferðinni.

Lærisveinar Robin van Persie, sem slógu AC Milan afar óvænt úr leik í síðustu umferð, áttu engin svör í seinni hálfleiknum.

Timon Wellenreuther gerði mjög vel að verja vítaspyrnu frá Piotr Zielinski á 65. mínútu og urðu lokatölur 0-2 fyrir Inter, sem er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn.

Sigurlið einvígisins mun mæta sigurvegaranum úr alþýsku einvígi FC Bayern gegn Bayer Leverkusen.
Athugasemdir
banner
banner
banner