Þetta hefur verið kaflaskipt fyrsta tímabil ofurstjörnunnar Kylian Mbappe hjá Real Madrid. Hann fékk harða gagnrýni í upphafi tímabils en eftir þrennuna gegn Manchester City í febrúar virtist Frakkinn vera kominn á flug.
Hinsvegar hefur hann aftur dottið niður og ekki skorað gegn Girona, Real Betis og Atletico Madrid. Hann missti af leik gegn Real Sociedad á dögunum eftir að tönn hafði verið dregin úr honum.
Hinsvegar hefur hann aftur dottið niður og ekki skorað gegn Girona, Real Betis og Atletico Madrid. Hann missti af leik gegn Real Sociedad á dögunum eftir að tönn hafði verið dregin úr honum.
Hann fann sig engan veginn í 2-1 sigrinum gegn Atletico í gær. Hann átti aðeins eina marktilraun en tapaði boltanum hinsvegar fjórtán sinnum.
Það eru feikilega miklar kröfur gerðar til franska landsliðsmannsins og Marca segir að hjá Real Madrid séu menn með áhyggjur að hann sé dottinn í sömu lægð og einkenndi hann í nóvember.
Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid er sagður hafa rætt við Mbappe og Vinicius Junior en hann átti heldur ekki góðan leik gegn Atletico. Hann vill að þeir verði beinskeyttari og vægðarlausari fyrir framan mark andstæðingana.
„Mbappe og Vinicius hafa ekki skilað lágmarksvarnarvinnu og það bitnar á liðinu," sagði leikgreinandinn Alvaro Benito við Marca.
-1 shot on goal
— Football España (@footballespana_) March 5, 2025
-0 fouls won
-0 ball recoveries
-1/3 successful dribbles
-14 ball losses
-2/7 duels won
-33/40 passes (83%)
-52 touches
-2 key passes
Kylian #Mbappe was back on the radar of the Madrid press for his performance last night. #ChampionsLeague pic.twitter.com/xj9mjs01f3
Athugasemdir