Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Parrott spenntur að mæta Tottenham á morgun
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Framherjinn Troy Parrott hefur verið að gera flotta hluti með AZ Alkmaar eftir að hollenska félagið keypti hann frá Tottenham síðasta sumar, fyrir um 8 milljónir evra.

Parrott er 23 ára gamall og fékk ekki mikið af tækifærum með uppeldisfélaginu sínu Tottenham. Hann var því ánægður að fá að skipta um félag en bjóst ekki við að spila við uppeldisfélagið sitt strax á sínu fyrsta tímabili erlendis. AZ tekur á móti Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Parrott er búinn að skora 17 mörk og gefa 3 stoðsendingar í 38 leikjum með AZ á tímabilinu, þar af komu 4 mörk og 1 stoðsending í Evrópudeildinni.

„Ég sé ekki eftir að hafa farið frá Tottenham. Þetta gekk ekki hjá mér þar og ég get sætt mig við það. Núna er ég kominn hingað og ég er virkilega að njóta mín. Ég elska lífið hérna og vil halda áfram að bæta mig hér," segir Parrott.

„Ég lít aftur á tímann minn hjá Tottenham með bros á vör. Ég ólst upp hjá félaginu og það hjálpaði mér að verða að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég á mikið af góðum minningum og er ánægður að vera kominn á næsta kafla ferilsins."

Parrott er spenntur að mæta uppeldisfélaginu í Evrópudeildinni á morgun.

„Ég vil skora í hverjum einasta leik og á morgun er bara annar leikur svo ég mun reyna að skora eins og vanalega. Það væri gott fyrir mig og allt liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner