PSG hefur sent formlegt, skriflegt, tilboð á Joshua Kimmich. PSG má ræða við Kimmich þar sem hann verður samningslaus í sumar.
PSG hefur boðið honum samning sem gildir til ársins 2029.
Tilboðið er á borðinu en hefur hvorki verið samþykkt né hafnað af Kimmich. Það er Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi sem greinir frá.
PSG hefur boðið honum samning sem gildir til ársins 2029.
Tilboðið er á borðinu en hefur hvorki verið samþykkt né hafnað af Kimmich. Það er Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi sem greinir frá.
Kimmich hefur verið í viðræðum við Bayern síðustu daga og er hljóðið frá Bayern þannig að Kimmich vilji vera áfram. Viðræður milli Bayern og Kimmich munu halda áfram á morgun.
Ásamt PSG hafa Liverpool, Arsenal, Inter og Barcelona verið orðuð við Kimmich.
Kimmich er þrítugur Þjóðverji sem hefur verið hjá Bayern síðan 2015. Hann er hægri bakvörður í grunninn en getur einnig spilað á miðjunni.
Athugasemdir