Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
banner
   mið 05. mars 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Southampton gæti skipt aftur um stjóra
 Ivan Juric, stjóri Southampton.
Ivan Juric, stjóri Southampton.
Mynd: EPA
Botnlið Southampton gæti ráðist í sín önnur stjóraskipti á tímabilinu. Liðið er langneðst í ensku úrvalsdeildinni, þrettán stigum frá öruggu sæti, og framundan er leikur gegn Liverpool um helgina.

Southampton er með níu stig og þarf þrjú stig til að jafna stigafjölda Derby County sem fékk ellefu stig 2008 og talað er um sem lélegasta lið sögunnar í deildinni.

Southampton hefur þegar skipt um stjóra á tímabilinu en Russell Martin var rekinn um miðjan desember. Ivan Juric, fyrrum stjóri Torino og Roma, tók við af honum en hefur aðeins náð í einn sigur úr tíu leikjum.

TalkSport segir að samband Juric við nokkra leikmenn liðsins sé orðið slæmt. Félagið ku þegar vera farið að leita að næsta stjóra og hefur Danny Rohl, stjóri Sheffield Wednesday, verið sterklega orðaður við starfið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 28 20 7 1 66 26 +40 67
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 27 14 6 7 44 33 +11 48
4 Man City 27 14 5 8 53 37 +16 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 27 11 5 11 48 43 +5 38
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
15 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
16 Everton 27 7 11 9 30 34 -4 32
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 27 3 8 16 26 57 -31 17
19 Leicester 27 4 5 18 25 61 -36 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner
banner