Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 05. mars 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United fer einungis með 15 útileikmenn til Sociedad
Dorgu kemur inn í hópinn frá síðasta leik.
Dorgu kemur inn í hópinn frá síðasta leik.
Mynd: EPA
Greint var frá því fyrr í morgun að Manuel Ugarte og Harry Maguire yrðu ekki með Manchester United gegn Real Sociedad á morgun. Þetta staðfesti félagið svo í dag.

United er í miklu meiðslaveseni og fara einungis 15 útileikmenn til Spánar. Þar á meðal er miðjumaðurinn Toby Collyer sem sneri aftur á æfingu eftir meiðsli í dag.

Patrick Dorgu er þá í hópnum en hann tekur þessa dagana út leikbann á Englandi eftir rauða spjaldið gegn Ipswich á dögunum.

Ayden Heaven sem keyptur var frá Arenal í janúar er í hópnum ásamt bakverðinum Harry Amass. Chido Obi-Martin er ekki í hópnum þar sem hann var ekki skráður í Evrópuhóp United í febrúar.

Hópurinn
Markverðir: Andre Onana, Dermot Mee og Elyh Harrison.

Útileikmenn: Harry Amass, Diogo Dalot, Matthijs de Ligt, Patrick Chinazaekpere Dorgu, Ayden Heaven, Victor Lindelöf, Noussair Mazraoui, Leny Yoro; Casemiro, Toby Collyer, Christian Eriksen, Bruno Fernandes; Alejandro Garnacho, Rasmus Hojlund, Joshua Zirkzee.

Meiðslalistinn: Amad Diallo, Lisandro Martínez, Luke Shaw, Kobbie Mainoo, Mason Mount, Altay Bayindir, Jonny Evans, Harry Maguire og Manuel Ugarte.
Athugasemdir
banner