Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Veltman búinn að framlengja við Brighton
Mynd: EPA
Joel Veltman, varnarmaður Brighton, hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum og er nú bundinn félaginu til 2026.

Þessi 33 ára fyrrum varnarmaður Ajax mun þá klára sex tímabil á Amex vellinum en samningur hans átti að renna út í sumar.

Veltman lék 28 landsleiki fyrir Holland 2013-2021. Hann var í landsliðshópnum sem endaði í þriðja sæti 2014.

Á ferlinum á hann þrjá Hollandsmeistaratitla með Ajax.

Brighton situr sem stendur í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner