Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 05. maí 2021 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Anna María: Mér fannst þetta vera víti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tapaði fyrir stórliði Vals í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Stjörnustúlkur stóðu þó vel í andstæðingum sínum og var Anna María Baldursdóttir fengin í viðtal að leikslokum.

Anna María vildi fá vítaspyrnu á lokamínútum leiksins þegar henni fannst hún hafa verið toguð niður innan vítateigs en ekkert var dæmt.

„Mér fannst þetta bara hörkuleikur og við höfðum í fullu tré við þær. Við náðum að hrista af okkur hrollinn eftir byrjunina og spiluðum vel," sagði Anna María.

„Mér fannst ég vera toguð niður, hún togaði allavega í peysuna. Ég veit ekki hvort það hafi verið nóg til að dæma víti en mér fannst þetta vera víti."

Anna sagðist að lokum vera búin að ná sér alveg eftir meiðslin sem herjuðu á hana í fyrra og er bjartsýn fyrir snöggum bata liðsfélaga sinna sem eru fjarri góðu gamni.
Athugasemdir
banner
banner