Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 05. maí 2022 22:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lasse Petry mættur til landsins - Með gegn Val á morgun?
Spilar Petry gegn Val á morgun?
Spilar Petry gegn Val á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er danski miðjumaðurinn Lasse Petry mættur til landsins og er hann að ganga í raðir FH.

Ef hann fær leikheimild með FH í tæka tíð þá gæti hann spilað með FH gegn Val í 4. umferð Bestu deildarinnar annað kvöld. Petry er að koma frá danska félaginu HB Köge.

Petry, sem er 29 ára gamall, þekkir ágætlega til á Íslandi því hann lék með Val tímabilin 2019 og 2020 og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendafélaginu seinna tímabilið.

Fyrra tímabilið lék hann undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Sigurbjörns Hreiðarssonar sem eru í dag þjálfarar FH.

FH er þegar búið að ganga frá kaupum á Davíð Snæ Jóhannssyni en hann kom frá ítalska félaginu Lecce í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner