
Kári Árnason hefur snúið aftur á klakann eftir stutta svöl í Tyrklandi fyrir landsleiki gegn Albaníu og Tyrklandi.
Í viðtali við Fótbolta.net var Kári spurður út í dvölina í Tyrklandi.
„Þetta var bara lífsreynsla í rauninni, þetta var mjög sérstakt að vera þarna en enga að síður gaman og góð reynsla," sagði Kári. „Ég er bara feginn að ég fór ekki yngri til Tyrklands, það var alveg í boði."
Kári var spurður hvort hann myndi sjást í Víkingstreyju aftur.
„Við ætluðum bara að ræða það eftir landsleikina svo ég geti einbeitt mér að þessu verkefni, en glugginn opnar fyrsta júlí og það eru bara ágætis líkur á því."
Allt viðtalið má sjá fyrir ofan.
Athugasemdir