Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Andri Hjörvar: Markmiðið að ná einu af topp fjórum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Spáin kemur kannski ekki mikið á óvart, við höfum verið undir radar seinustu mánuði og erfitt fyrir sérfræðinga að staðsetja liðið á þessum tímapunkti. En persónulega ætla ég að vera ósammála og setja okkur í 4 efstu sætin," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, við Fótbolta.net en liðinu er spáð 7. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

„Markmið okkar eru margþætt en details eru ekki fyrir aðra að vita. Megin markmiðið er samt sem áður að ná einu af topp 4, eins og gefið var upp í fyrstu spurningu," sagði Andri sem reiknar með hörkukeppni í sumar.

„Deildin í sumar verður geggjuð, að öllu leyti, sérstaklega útaf ástandi í heiminum seinustu mánuði. Þétt spilað, meiðsli, óvænt úrslit, margar ungar stelpur að spila, taktík þjálfara dýpri og skipulagðari."

Lykilmenn hafa farið frá Þór/KA frá síðasta tímabili en ungir leikmenn hafa komið frá Hömrunum sem og Gaby Guillen og Lauren Amie Allen.

„Ég er mjög ánægður þær sem hafa komið til okkar. Allt stelpur sem hungrar í árangur, stelpur sem vilja sanna sig í Pepsi og vita hvað það þýðir að spila fyrir ÞórKA."

Þór/KA mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni 13. júní en liðið gæti fengið liðsstyrk áður en að því kemur.

„Við erum að vinna í einu og einu máli varðandi liðsstyrk. Kemur í ljós á næstu dögum," sagði Andri.
Athugasemdir
banner
banner
banner