Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 10:11
Elvar Geir Magnússon
Kvennalið Chelsea meistari þrátt fyrir að hafa verið í öðru sæti - Liverpool féll
Chelsea varð einnig deildabikarmeistari á tímabili.
Chelsea varð einnig deildabikarmeistari á tímabili.
Mynd: Getty Images
Búið er að krýna kvennalið Chelsea sem Englandsmeistara þrátt fyrir að liðið hafi verið í öðru sæti í deildinni þegar keppni var aflýst.

Manchester City var á toppnum með 40 stig úr 16 leikjum en Chelsea hafði leikið leik færra og var með 39 stig.

Farið var eftir meðalfjölda stiga á leik og því er Chelsea meistari.

Þetta er þriðji Englandsmeistaratitill Chelsea á síðustu fimm árum

Sú ákvörðun að fara eftir meðalfjölda stiga gerir að verkum að Liverpool fellur í B-deildina en Aston Villa kemst upp í deild þeirra bestu.



Athugasemdir
banner
banner
banner