Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   mán 05. júní 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Er alltaf spennt að koma heim
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið valin best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Úlfa Dís átti sannkallaðan stórleik þegar Stjarnan vann 1-9 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu. Úlfa gerði þrennu í fyrri hálfleiknum og bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Úlfa Dís, sem er fædd árið 2001, hefur komið sterk inn í lið Stjörnunnar í sumar en það er ekki langt síðan hún kom heim í sumarfrí. Á veturnar er hún nefnilega í námi við Kentucky-háskólann, sem er einn besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna.

Úlfa er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021. Hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil og líður vel í Garðabænum.

Þessi öflugi leikmaður kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti kassa af Hleðslu í verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslitanna. Í viðtalinu hér að ofan ræðir Úlfa um leikinn gegn Gróttu, námið í Bandaríkjunum, sumarið með Stjörnunni og næsta bikarleik gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner