Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi Jónas: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Úlfur svekktur með stundarbrjálæði síns leikmanns - „Elska hann alveg jafn mikið núna og í gær"
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Davíð Smári hrærður: Trylltasta sem ég hef nokkurn tímann séð
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
   mán 05. júní 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Er alltaf spennt að koma heim
watermark Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið valin best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Úlfa Dís átti sannkallaðan stórleik þegar Stjarnan vann 1-9 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu. Úlfa gerði þrennu í fyrri hálfleiknum og bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Úlfa Dís, sem er fædd árið 2001, hefur komið sterk inn í lið Stjörnunnar í sumar en það er ekki langt síðan hún kom heim í sumarfrí. Á veturnar er hún nefnilega í námi við Kentucky-háskólann, sem er einn besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna.

Úlfa er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021. Hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil og líður vel í Garðabænum.

Þessi öflugi leikmaður kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti kassa af Hleðslu í verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslitanna. Í viðtalinu hér að ofan ræðir Úlfa um leikinn gegn Gróttu, námið í Bandaríkjunum, sumarið með Stjörnunni og næsta bikarleik gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner