Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 05. júní 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Er alltaf spennt að koma heim
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið valin best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Úlfa Dís átti sannkallaðan stórleik þegar Stjarnan vann 1-9 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu. Úlfa gerði þrennu í fyrri hálfleiknum og bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Úlfa Dís, sem er fædd árið 2001, hefur komið sterk inn í lið Stjörnunnar í sumar en það er ekki langt síðan hún kom heim í sumarfrí. Á veturnar er hún nefnilega í námi við Kentucky-háskólann, sem er einn besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna.

Úlfa er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021. Hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil og líður vel í Garðabænum.

Þessi öflugi leikmaður kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti kassa af Hleðslu í verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslitanna. Í viðtalinu hér að ofan ræðir Úlfa um leikinn gegn Gróttu, námið í Bandaríkjunum, sumarið með Stjörnunni og næsta bikarleik gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner