Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 05. júní 2023 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea kaupir 16 ára Ekvadora (Staðfest) - Kemur 2025
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Kendry Paez fá Indipendiente del Valle. Paez er frá Ekvador og mun ganga í raðir Chelsea þegar hann verður 18 ára.

Hann er 16 ára og verður 18 ára í maí 2025. Hann er örvfættur miðjumaður sem er uppalinn hjá Indpendiente og hefur leikið með yngri landsliðunum Ekvador. Hann byrjaði alla fóra leikina með U20 landsliðinu á HM í maí.

Hann er þekktur sem einn mest spennandi leikmaður Suður-Ameríku, góður í að taka menn á, með góða yfirsýn og tækni til að brjóta upp varnir með sendingum sínum.

Hann skoraði mark í sínum fyrsta leik með aðalliði Independiente í vetur.

Fabrizio Romano segir frá því að Paez skrifi undir langtímasamning við Chelsea og að kaupverðið sé í kringum 20 milljónir evra. Kaupverðið byggist þó aðallega upp á árangurstengdum greiðslum.
Athugasemdir
banner
banner