Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 05. júní 2023 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vann saga Danijels gegn honum á föstudaginn? - Damir stálheppinn
Danijel í leiknum á föstudag.
Danijel í leiknum á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net
Á 28. mínútu, í stöðunni 0-1 fyrir Víkingi, fékk Danijel Dejan Djuric að líta gula spjaldið frá Ívari Orra Kristjánssyni dómara leiks Breiðabliks og Víkings. Danijel féll til jarðar við vítateig Breiðabliks eftir að Damir Muminovic, aftasti varnarmaður Blika, hafði ýtt í hann á sprettinum með báðum höndum.

„Danijel við það að sleppa í gegn. Damir ýtir við honum, setur báðar hendur á bakið á honum en einhvern veginn fær Danijel gult fyrir leikaraskap. Þetta var mjög skrautlegur dómur," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Danijel ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn á föstudag og baráttuna við Damir.

„Þeir vilja allir negla mig niður, svona er fótbolti og ég elska þetta. Ég skil af hverju þeir vilja negla mig niður, en áfram gakk bara," sagði Danijel. Hann var svo spurður út í gula spjaldið.

„Ég er á svo miklum hraða, það koma hendur á bakið á mér og ég missi jafnvægið og fer niður. Síðan fæ ég gult. Mér hefur liðið í sumar að allir dómarar hafi rætt sín á milli um að ég sé aðeins léttari, mikið með boltann og það sé „auðveldara" að negla mig niður."

Í lok fyrri hálfleiks var leikurinn svo flautaður af þegar Víkingar sendu langan bolta í gegn og Danijel virtist í álitlegri stöðu. „Ég hugsaði hvað væri í gangi. Ég var kominn einn í gegn, sé markið og svo er flautað. Þetta var svekkjandi en ég hugsaði svo bara um næsta móment."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag og var spurður út í mögulegt rautt spjald á Damir.

„Ég hugsa að dómarinn hefði getað gefið Damir rautt spjald. Ég veit ekki hvort sagan hafi unnið gegn Danijel. Dómarinn hefði mjög auðveldlega getað gefið honum rautt spjald og það var mjög óréttlátt að spjalda Danijel," sagði Óskar.
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og toppslagurinn þar sem allt sauð upp úr
Athugasemdir
banner
banner
banner