Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. júní 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zinchenko í fyrsta sinn í Úkraínu eftir að stríðið hófst
Mynd: Getty Images

Oleksandr Zinchenko leikmaður Arsenal er staddur í heimalandinu sínu Úkraínu en hann opnaði sig um tilfinningarnar gagnvart ástandinu sem þar ríkir.


Hann ásamt landa sínum, Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea hafa skipulagt góðgerðarleik sem verður til styrktar skóla í Úkraínu sem fór illa í sprengingu. Leikurinn mun fara á Stamford Bridge þann 5. ágúst.

„Það er allt öðruvísi þegar þú sérð þessar fréttir í gegnum símann þinn, langt í burtu," sagði Zinchenko í samtali við CNN.

„Í fyrsta lagi vil ég segja að ég er svo ánægður að vera kominn aftur í landið sem ég er fæddur og uppalinn og þar sem mér líður best. Ég hef ekki nógu miklar tilfinningar til að sýna fólki þegar maður sér þetta."

„En ég hugsa mikið. Þessir krakkar skilja þetta ekki, þau sjá bara staðreyndir. Ímyndaðu þér að þú farir í skólann og svo er honum skyndilega rústað. Til hvers? Það er verst andlega, út lífið hjá þeim. Fólk verður að átta sig á því, ímyndaðu þér að barnið þitt fari í skólann og einn daginn lendir sprengja á honum."


Athugasemdir
banner
banner