
„Þetta var gott. Við mættum mjög baráttuglöðu Selfoss liði, þeir létu okkur alveg finna fyrir því úti á vellinum og þetta var bara hrikalega erfiður leikur. En mikilvægt að taka þessi 3 stig í þessari baráttu sem við erum. Mjög kærkomið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu eftir 2-1 sigur liðsins á Selfoss á heimavelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 1 Selfoss
„Í síðustu tveim leikjum erum við búnir að fá á okkur 8 mörk og það er ekkert sérstaklega gaman. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki þannig og við skorum reyndar 5 mörk sjálfir en þessir leikir voru erfiðir og skiluðu okkur engu. En við snérum þessum við í dag og fengum þessi 3 stig sem við vildum fá á heimavelli."
Selfoss fengu vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en voru leikmenn Gróttu ekki sammála þeim dómi hjá Guðgeiri Einarssyni, dómara leiksins en fékk hann mikið að heyra það frá leikmönnum og þjálfurum.
„Mér fannst dómgæslan svona heilt yfir í góðu standi og auðvitað set ég spurningarmerki við þessa vítaspyrnu. Það voru nokkur innköst og nokkrar aukaspyrnur sem voru dálítið skrýtnar en svona kannski heilt yfir ágætlega vel dæmt."
Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir