Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fim 05. ágúst 2021 23:17
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Þetta var bara hrikalega erfiður leikur
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta var gott. Við mættum mjög baráttuglöðu Selfoss liði, þeir létu okkur alveg finna fyrir því úti á vellinum og þetta var bara hrikalega erfiður leikur. En mikilvægt að taka þessi 3 stig í þessari baráttu sem við erum. Mjög kærkomið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu eftir 2-1 sigur liðsins á Selfoss á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Selfoss

„Í síðustu tveim leikjum erum við búnir að fá á okkur 8 mörk og það er ekkert sérstaklega gaman. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki þannig og við skorum reyndar 5 mörk sjálfir en þessir leikir voru erfiðir og skiluðu okkur engu. En við snérum þessum við í dag og fengum þessi 3 stig sem við vildum fá á heimavelli."

Selfoss fengu vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en voru leikmenn Gróttu ekki sammála þeim dómi hjá Guðgeiri Einarssyni, dómara leiksins en fékk hann mikið að heyra það frá leikmönnum og þjálfurum.

„Mér fannst dómgæslan svona heilt yfir í góðu standi og auðvitað set ég spurningarmerki við þessa vítaspyrnu. Það voru nokkur innköst og nokkrar aukaspyrnur sem voru dálítið skrýtnar en svona kannski heilt yfir ágætlega vel dæmt."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner