Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 05. október 2020 08:41
Magnús Már Einarsson
Walcott að fara frá Everton á láni
Kantmaðurinn Theo Walcott mun að öllum líkindum yfirgefa herbúðir Everton á láni í dag.

Southampton, West Ham, Crystal Palace og Newcastle vilja öll fá Walcott.

Líklegast er að þessi 31 árs gamli leikmaður gangi til liðs við uppeldisfélag sitt Southampton.

Walcott byrjaði ungur að spila með aðalliði Southampton en Arsenal keypti hann árið 2006 á fimm milljónir punda.
Athugasemdir