Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. nóvember 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einhver besti framherji sem ég hef nokkurn tímann þjálfað"
Benjamin Stokke.
Benjamin Stokke.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Norski sóknarmaðurinn Benjamin Stokke átti ekki sérlega gott tímabil með Breiðabliki en hann er samt sem áður í miklum metum hjá þjálfara liðsins, Halldóri Árnasyni.

Stokke kom til Blika fyrir nýliðið tímabil en hann skoraði aðeins fjögur mörk í 23 deildarleikjum.

„Við fáum Benjamin Stokke til liðs við okkur en hann er einhver besti framherji sem ég hef nokkurn tímann þjálfað á ævinni. Hann er rosalega öflugur í teignum og markaskorari af guðs náð," sagði Halldór við Fótbolta.net á dögunum.

„Hugmyndin var auðvitað að aðlaga liðið aðeins meira að hans leik, en svo kemur Ísak (Snær Þorvaldsson) sem þekkir allt og alla. Hann smellur inn í þetta snemma þó það taki hann smá tíma að komast í toppform."

Stokke átti að vera ykkar aðalsóknarmaður. Af hverju skoraði hann ekki fleiri mörk í deildinni í sumar?

„Hann spilar náttúrulega mjög lítið frá því í júní. Hann var mikið að koma inn á. Einfalda svarið er af því Ísak kom óvænt heim. Þeir eru ólíkir leikmenn. Benjamin er frábær leikmaður og var markahæstur í norsku 1. deildinni; hann hefur átt frábæran feril. Að einhverju leyti er maður kannski ósáttur að hafa ekki fengið meira út úr honum en Ísak tók stöðuna og Kristófer Ingi spilaði frábærlega líka. Þetta var mikil samkeppni," segir Halldór.

„Það er kannski meira á okkur að hafa ekki náð meira út úr Benjamin, frekar en eitthvað sem hann gerði. Hann er algjör fagmaður í allri sinni nálgun. Auðvitað vildi hann spila meira en hann lagði sig alltaf fram. Frábær liðsfélagi. Ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa fengið hann til liðs við okkur."

Stokke er núna samningslaus en hann gerði eins árs samning við Íslandsmeistara Breiðabliks fyrir nýliðið tímabil.
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner